Góður sigur ÍBV í Mosfellsbæ

14.01.2016 - 23:35
Einn leikur fór fram í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í kvöld en Afturelding tók á móti ÍBV í Mosfellsbæ í fyrsta leik 15. umferðar.

Liðin eru á sitthvorum enda töflunnar, ÍBV í 2. sæti en Afturelding í 14. og síðasta sæti og úrslitin urðu eftir því. Það fór svo að ÍBV vann með 17 marka mun, 39-22, og komst þar með upp fyrir Gróttu á topp deildarinnar, en Seltyrningar eiga þó leik til góða.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður
Mynd með færslu
Haukur Harðarson
íþróttafréttamaður