Góð hugmynd ekki vítamín heldur verkjalyf

Morgunútgáfan
 · 
Rás 1
 · 
Rás 2
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu

Góð hugmynd ekki vítamín heldur verkjalyf

Morgunútgáfan
 · 
Rás 1
 · 
Rás 2
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni
„Við erum að búa til app sem notar myndavélina á símanum til að mæla fólk og notar myndgreiningaralgríma til að mæla líkama þess og flettir svo upp í töflu hvaða stærð af fötum notandinn þarf,“ segir Emil Harðarson, einn stofnenda Suitme, fyrirtæki sem hannar hugbúnað fyrir fataverslun á netinu.

Ásamt Emil starfa þau Eiríkur Þór Ágústsson, Sigurlaug Óskarsdóttir, Aron Ingi Óskarsson og Jón Þorgeir Kristjánsson hjá fyrirtækinu, en það er í örum vexti og mun að sögn Emils mæta ríkri þörf bæði viðskitpavina og verslana á netinu. „Þetta er ofboðslega stórt vandamál hjá verslunum eins og H&M og Asos og niður í pínulítil merki, að þau græða næstum því ekki neitt á því að selja föt á netinu, bæði er lítil sala og mjög mikið um það að fötum sé skilað á kostnað verslananna sjálfra þannig að það eru allir að leita að leiðum til að leysa þennan vanda,“ segir Emil. „Oft er sagt að maður eigi að þróa vöru sem er ekki eins og vítamíntafla heldur verkjalyf, það er að segja maður á ekki að leysa vanda þar sem fólk segir „já, þetta hljómar spennandi, heldur að leysa vanda þar sem fólk vill helst ekki hleypa þér heim af fundinum því það er svo spennt að fá vöruna,“

Tíðinda er að vænta frá fyrirtækinu á næstu mánuðum. „Við erum að vinna að fyrstu útgáfu af appinu í samstarfi við verslanir eins og Tailorstore.com hér í Svíþjóð,“ segir Emil. „Til lengri tíma litið langar okkur að læra á þig sem notanda, við viljum tengja þig við aðra sem hafa verslað svipuð föt og þú og benda þér á föt sem þeim hefur litist vel á eða þau hafa keypt.“