Gjörningar sem eiga rétt á sér

28.02.2016 - 16:31
Mynd með færslu
 Mynd: www.thelineofbestfit.com
Flutningur Reykjavíkurdætra í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöld skipar sér í hóp með umdeildari tónlistaratriðum í sögu Ríkissjónvarpins. Þetta segir Gísli Marteinn Baldursson, þáttastjórnandi Vikunnar, á Facebook-síðu sinni í dag.

Hópurinn Reykjavíkurdætur fluttu lagið Ógeðsleg í þætti Gísla Marteins föstudagskvöld. Ágústu Evu Erlendsdóttir, leikkonu og eins gesta Gísla, þótti nóg um og yfirgaf myndverið í miðjum flutningi. Henni ofbauð framganga Reykjavíkurdætra og sagði á Facebook-síðu sinni á laugardag að hún hefði aldrei orðið vitni af viðlíka yfirgangi og dónaskap.

Viðbrögð Ágústu Evu vöktu talsverða athygli og hefur verið rætt um fátt annað á samfélagsmiðlum í gær og í dag. 

Gísli Marteinn tjáði sig um útgöngu Ágústu Evu á Facebook-síðu sinni í dag og sagði hana réttmæta. Hann tók þó einnig upp hanskann fyrir Reykjavíkurdætur og sagði flutning þeirra skipa sér sess með umdeildustu tónlistarflutningum í  sögu Ríkissjónvarpsins - og sögu RÚV fátækari ef þau hefðu ekki fengið að birtast.

Það var auðvitað alveg sjálfsagt hjá Ágústu Evu að ganga út ef henni leið illa undir stuðandi atriði Reykjavíkurdætra. Ú...

Posted by Gisli Marteinn Baldursson on Sunday, February 28, 2016

asd

Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV