Gerir ráð fyrir aðildarviðræðum

25.03.2010 - 22:11
Mynd með færslu
Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, sagði í dag að hann gerði ráð fyrir að aðildarviðræður Íslendinga yrðu samþykktar á leiðtogafundi ESB í júní. Hann sagði að deilurnar um Icesave skiptu þar engu máli. Füle benti á að Ísland væri þegar aðili að evrópska efnahagssvæðinu og Schengen og því væru viðræður við Íslendinga einfaldari en við aðrar þjóðir sem sótt hafa um aðild að ESB.