Gera ráð fyrir 44 milljarða afgangi ríkissjóðs

12.09.2017 - 09:01
Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir  -  RÚV
Gert er ráð fyrir 44 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlagafrumvarpinu sem nú er kynnt í fjármálaráðuneytinu. Vaxtagjöld eru þó enn mjög há – án þeirra væri afgangurinn 104 milljarðar. Blaðamannafundur frá kynningu Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, á frumvarpi til fjárlaga hófst klukkan 9. Alþingi tekur svo frumvarpið til umræðu á fimmtudag.
 
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Mynd með færslu
Lára Ómarsdóttir