Geimganga stytt vegna vatns í hjálmi

15.01.2016 - 18:07
This photo taken from video provided by NASA shows astronaut Scott Kelly, center, help gather equipment for U.S. astronaut Tim Kopra, left, and British astronaut Tim Peake, as they prepare for a space walk at the International Space Station on Friday, Jan
Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni.  Mynd: AP  -  NASA
Stytta varð geimgöngu bandaríska geimfarans Tims Kopra og Bretans Tims Peake í dag eftir að sá fyrrnefndi uppgötvaði vatn í hjálmi sínum, þegar þeir voru við vinnu utan alþjóðlegu geimstöðvarinnar sem er á braut umhverfis jörðu.

Talið er líklegt að vatn hafi lekið inn í hjálminn úr kælibúnaði geimbúningsins. Þótt ekki hafi verið mikið vatn í hjálmi Kopra var ákveðið að þeir Peake skyldu snúa þegar í stað til baka inn í geimstöðina.

Árið 2013 lenti ítalski geimfarinn Luca Parmitano í mikilli hættu þegar vatn lak inn í hjálm hans og nær byrgði honum sín. Þeir Kopra og Peake höfðu verið fjórar klukkustundir í geimgöngu þegar þetta gerðist í dag og lokið meginverkefni sínu að skipta um spennukassa utan á geimstöðinni. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV