Gæðakokkar verða Kræsingar

03.01.2014 - 16:05
Mynd með færslu
Matvinnslufyrirtækið Gæðakokkar hefur breytt um nafn og heitir nú Kræsingar. Fyrirtækið var í kastljósi fjölmiðla á síðasta ári eftir að í ljós kom að ekkert kjöt var í nautaböku fyrirtækisins. Það var í framhaldinu kært til lögreglu fyrir vörusvik og brot á matvælalögum.

Fyrirtækinu var síðan boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu. Greint er frá nafnabreytingunni á vef Skessuhorns í dag og þar segir enn fremur að fyrirtækið hafi ekki breytt um kennitölu. Eigendur Kræsinga eru hjónin Magnús Nielsson Hansen, matreiðslumeistari og Vala Lee Jóhannsdóttir,