Gæðakokkar sýknaðir í nautabökumáli

20.02.2015 - 17:53
Mynd með færslu
Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag fyrirtækið Kræsingar, sem áður nefndist Gæðakokkar, af ákæru um að hafa sett á markað nautabökur án þess að í þeim væri nokkurt nautakjöt að finna.

Matvælastofnun rannsakaði kjötinnihald í vörum frá íslenskum framleiðendum vegna hrossakjötshneykslisins í Evrópu 2013. Þá hafði hrossakjöt víða verið notað sem hráefni í ýmsar vörur en innihaldslýsingin gaf til kynna að um annað og dýrara kjöt væri að ræða. Sýni voru tekin úr sextán vörum og niðurstaðan var sú að ekkert kjöt væri að finna í nautabökunum. Forsvarsmenn Gæðakokka vísuðu þessu á bug og töldu að niðurstaðan væri röng. Lögreglan ákærði Gæðakokka, sem síðar urðu nefndust Kræsingar, en Héraðsdómur Vesturlands sýknaði fyrirtækið. Dómari finnur að því að aðeins hafi verið tekið eitt sýni og segir að rannsókn hafi verið ábótavant. Þannig hafi hvorki verið sýnt fram á að um óviljaverk eða ásetning hafi verið að ræða.