Gæðakokkar kærðir fyrir vörusvik

28.02.2013 - 12:39
Mynd með færslu
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hyggst kæra fyrirtækið Gæðakokka til lögreglu fyrir vörusvik og brot á matvælalögum. Helgi Helgason hjá heilbrigðiseftirlitinu segir að fyrirtækið verði áminnt fyrir vörusvik og að farið verði yfir merkingar og vörur frá fyrirtækinu.

Rannsókn Matvælastofnunar leiddi í ljós að ekkert kjöt var í nautabökum fyrirtækisins.  Matvælastofnun tók sýni úr sextán vörum og lét athuga hvort hrossakjöt væri notað í þær án þess að þess væri getið á umbúðum.