Gabriel Jesus líklega frá út leiktíðina

17.02.2017 - 19:32
epaselect epa05772522 Manchester City's Gabriel Jesus celebrates after scoring the 1-0 goal during the English Premier League soccer match between Manchester City and Swansea City at the Etihad Stadium in Manchester, Britain, 05 February 2017.  EPA
 Mynd: EPA
Svo gæti farið að framherjinn Gabriel Jesus leiki ekki meira með Manchester City á leiktíðinni. Jesus ristarbrotnaði í leik gegn Bournemouth sl. mánudag og fór í aðgerð í gær. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, segir að nokkuð sé í endurkomu þessa 19 ára Brasilíumanns.

„Hann snýr aftur í lok leiktíðar eða á næstu leiktíð. Mér er sagt að hann verði frá í tvo til þrjá mánuði,“ sagði Guardiola í dag.

Gabriel Jesus kom til City frá Palmeiras í janúar og greiddi City 27 milljónir punda fyrir þennan spennandi landsliðsmann Brasilíu. Hann hafði farið afar vel af stað í liði City og hafði slegið Sergio Aguero út úr liði City.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður