Fyrsti sigur Sverris með Keflavík

16.01.2016 - 19:16
Keflavíkurstelpur fagna Íslandsmeistaratitlinum í Dominosdeild kvenna 2013
 Mynd: Eva Björk
Þrír leikir fóru fram í Dominos-deild kvenna í dag. Keflavík vann sinn fyrsta leik undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar sem tók nýverið við liðinu. Keflavíkingar gerðu góða ferð í Hveragerði og höfðu betur gegn Hamri, 64-74.

Melissa Zornig var atkvæðamest í liði Keflavíkur með 21 stig en í liði Hamars var stigaskorið mjög jafnt og Alexandra Ford stigahæst með 14 stig. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en Keflavík lagði grunn að sigrinum með frábærri byrjun.

Valur tók á móti Grindavík að Hlíðarenda og unnu góðan sigur, 69-55. Guðbjörg Sverrisdóttir átti góðan dag í liði Vals og skoraði 23 stig auk þess að gefa 8 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Whitney Michelle Frazier með 20 stig.

Snæfell átti ekki í vandræðum með Stjörnuna í Ásgarði en þar urðu lokatölur 49-76. Haiden Denise Palmer skoraði 26 stig í liði Snæfells en Bryndís Hanna Hreinsdóttir var með 19 stig fyrir heimakonur úr Garðabænum.

Úrslit dagsins í Dominos-deild kvenna:

Valur-Grindavík 69-55 (13-10, 21-19, 17-14, 18-12)
Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 23/5 fráköst/8 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 12/9 fráköst/4 varin skot, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 12, Karisma Chapman 8/15 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 4/4 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 2, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0/4 fráköst.
Grindavík: Whitney Michelle Frazier 20/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 11/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/5 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 9, Helga Einarsdóttir 2/11 fráköst, Hrund Skuladóttir 2, Björg Guðrún Einarsdóttir 2/4 fráköst.

Hamar-Keflavík 64-74 (8-29, 17-17, 13-12, 26-16)
Hamar: Alexandra Ford 14/9 fráköst/5 stoðsendingar, Íris Ásgeirsdóttir 13/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 12/9 fráköst/5 varin skot, Jenný Harðardóttir 9, Nína Jenný Kristjánsdóttir 7, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4/5 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3, Margrét Hrund Arnarsdóttir 1, Karen Munda Jónsdóttir 1/5 fráköst.
Keflavík: Melissa Zornig 21/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/8 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 10/5 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10/5 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 9/6 fráköst/3 varin skot, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Sandra Lind Þrastardóttir 4/9 fráköst, Elfa Falsdottir 2.

Stjarnan-Snæfell 49-76 (12-18, 13-16, 11-21, 13-21)
Stjarnan: Bryndís Hanna Hreinsdóttir 19/4 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/11 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 5, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5/4 fráköst, Bára Fanney Hálfdanardóttir 2, Eva María Emilsdóttir 1/11 fráköst, Erla Dís Þórsdóttir 1/5 fráköst.
Snæfell: Haiden Denise Palmer 26/10 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 14, Berglind Gunnarsdóttir 10, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/9 fráköst/6 stolnir, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, María Björnsdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2.

Staðan í Dominos-deild kvenna

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður