Fyrsti Óskarinn til Chile

Erlent
 · 
Kvikmyndir
 · 
Mið- og Suður-Ameríka
 · 
Norður Ameríka
 · 
Menningarefni
epa05123456 A photo made available on 24 January 2016 shows Chilean film director Gabriel Osorio posing next to a character of his animated short movie 'Bear Story' in Santiago de Chile, Chile, 21 January 2016. Bear Story was nominated for an
Gabriel Osorio leikstjóri Bjarnarsögu  Mynd: EPA  -  EFE

Fyrsti Óskarinn til Chile

Erlent
 · 
Kvikmyndir
 · 
Mið- og Suður-Ameríka
 · 
Norður Ameríka
 · 
Menningarefni
29.02.2016 - 03:55.Ævar Örn Jósepsson
Bjarnarsaga, Bear Story, eftir Gabriel Osorio og Pato Escala er besta, stutta hreyfimynd ársins 2015 að mati kvikmynda-akademíunnar. Bjarnarsaga er frá Chile og er þetta í fyrsta skipti sem mynd þaðan uppsker Óskarsverðlaun.

Myndin segir frá gömlum birni sem leyfir vegfarendum að skoða myndir í skuggamyndavél sem hann hefur útbúið, gegn vægu gjaldi. Myndirnar sem renna í gegnum sýningarvélina sýna sögu gamals sirkúsbjarnar sem þráir það eitt að sleppa úr prísundinni og komast aftur til fjölskyldu sinnar, sem honum var rænt frá í æsku. Bakgrunnur myndarinnar er bæði sögulegur og rammpólitískur. 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Óskarinn: Mad Max á siglingu