Fyrst kvenna ráðherra sjávar- og landbúnaðar

10.01.2017 - 21:29
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrsta konan til að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist spennt að takast á við þau stóru verkefni sem framundan séu í ráðuneytinu. Hún segir að eitt af verkefnum ríkisstjórnarinnar sé að auka sátt um sjávarútveginn og auka arðsemina sem þjóðin fær af auðlindinni.

Þorsteinn Víglundsson segist spenntur fyrir að taka við félags- og jafnréttisráðuneytinu. Hann segir að jafnréttismálin verði sett í forgrunn á komandi kjörtímabili ásamt málefnum vinnumarkaðarins. Þar vísar hann sérstaklega til SALEK-samkomulagsins og málefna öryrkja og fatlaðra.

Hér að ofan má sjá viðtöl sem Viktoría Hermannsdóttir tók við Þorgerði Katrínu og Þorstein í kvöld. Að neðan er viðtal hennar við Benedikt Jóhannesson, formann flokksins og verðandi fjármálaráðherra.