Fyrrum yfirmaður lögreglu í Kína dæmdur

12.01.2016 - 05:19
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Fyrrum vararíkislögreglustjóri Kína var í nótt dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir spillingu. Li Dongsheng gegndi embættinu frá 1996 til 2013 og var tengdur Zhou Yongkang sem hlaut lífstíðardóm í einu stærsta spillingarmáli sögunnar í Kína.

Greint var frá dómnum á Twitter-síðu ríkissjónvarps Kína í nótt. Dongsheng er gefið að sök að hafa þegið nærri 22 milljónir yuana í mútur, jafnvirði rúmlega 400 milljóna íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að hann hafi einnig verið sakaður um að hafa misnotað vald sitt í stjórnartíð sinni hjá ríkislögregluembættinu.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV