Fylgið eykst með nýjum leiðtoga

16.01.2016 - 20:39
epa05097058 Supporters of New Democracy party welcomes newly elected president Kyriakos Mitsotakis (C) during his entrance at the headquarters of the party in Athens, Greece, 11 January 2016. Kyriakos Mitsotakis was elected president of main opposition
Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi Nýs lýðræðis.  Mynd: EPA  -  ANA-MPA
Nýtt lýðræði hefur mest fylgi flokka í Grikklandi ef marka má niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir blaðið Proto Thema og birt var í dag. Þetta er önnur könnunin þar sem flokkurinn er með mest fylgi síðan Kyriakos Mitsotakis var kjörinn leiðtogi flokksins um síðustu helgi.

Samkvæmt henni er fylgi Nýs lýðræðis 21 prósent, en stjórnarflokkurinn SYRIZA er með 18 prósent. Fylgi SYRIZA hefur hrunið síðan í kosningunum í Grikklandi í september, en þá fékk flokkurinn ríflega 35 prósent atkvæða. Kyriakos Mitsotakis er sonur Konstantinos Mitsotakis, sem var forsætisráðherra Grikklands 1990-1993.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV