Frumvarp um Landsrétt lagt fram til umsagnar

17.01.2016 - 08:26
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV  -  RÚV Anton Brink
Innanríkisráðherra hefur birt drög að frumvarpi til nýrra laga um nýtt millidómstig, svokallaðan Landsrétt. Þrjú önnur frumvörp sem tengjast þessu hafa einnig verið birt til umsagnar.

Á vef ráðuneytisins kemur fram að frumvörpunum sé meðal annars ætlað að leggja grunn að nýrri dómstólaskipan með þriggja þrepa dómskerfi og létta álagi af Hæstarétti og gera honum betur fært að sinna hlutverki sínu sem fordæmisgefandi dómstóll. Þá er einnig markmiðið að stuðla að vandaðri málsmeðferð í málum þar sem reynir á sérfræðileg atriði.