Frans páfi nýtur virðingar, óháð trúarbrögðum

24.03.2016 - 07:42
epa05228405 A Filipino flagellant crawls along a street on Maundy Thursday, in San Fernando city, Pampanga Province, north of Manila, Philippines, 24 March 2016. Many Filipino Catholic penitents mark the Holy Week by submitting to different forms of
engin þjóð hefur Frans páfa í meiri hávegum en Filipseyingar. 93% þeirra hafa mjög mikið álit á honum, ef marka má könnun WIN/Gallup  Mynd: EPA
Frans páfi fyrsti nýtur meiri vinsælda en nokkur pólitískur leiðtogi á heimsvísu, ef marka má skoðanakönnun sem Gallup gerði vítt og breitt um veröldina. Auk kaþólikka virðast gyðingar hafa hafa páfann í hávegum. Meirihluti mótmælenda hefur einnig dálæti á Frans, og meira að segja meirihluti trúleysingja virðist hafa á honum nokkuð álit. Um 1.000 manns í 64 löndum voru spurðir.

Spurningin hljóðaði nokkurnveginn svona, í íslenskri þýðingu: Óháð þinni eigin trú, hefur þú mjög jákvætt, nokkuð jákvætt, nokkuð neikvætt eða mjög neikvætt viðhorf til Frans páfa ?

85% rómversk-kaþólskra sögðust hafa mjög jákvætt viðhorf til hans, og 65% gyðinga voru sama sinnis. Í heildina skýtur páfi öllum helstu leiðtogum heims ref fyrir rass hvað vinsældir snertir ef marka má sambærilegar kannanir Gallups um afstöðu fólks til veraldlegra leiðtoga. Þar trónir hann á toppnum, en á eftir fylgja Barack Obama, Angela Merkel, David Cameron og Francois Hollande. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV