Framsýn styður starfsmenn álversins

02.03.2016 - 23:58
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Framsýn stéttarfélag Þingeyinga lýsir í ályktun yfir fullum stuðningi við starfsmenn álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík sem eiga í kjaradeilu við eigendur fyrirtækisins.

Í ályktuninni segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi kastað á glæ þeirri virðingu sem borin hafi verið fyrir fyrirtækinu með yfirgangi sínum, hótunum og lítilsvirðingu í garð starfsmanna. Þá liggi það fyrir að útskipunargengið sem gengið hafi í störf hafnarverkamanna í Straumsvík að undanförnu sé hæst launaðasta útskipunargengi Íslandssögunnar með sjálfan forstjóra álversins í fararbroddi.