Framherji Napoli rændur á umferðarljósi

29.02.2016 - 19:10
epa05175841 Napoli's Lorenzo Insigne jubilates after scoring the goal during the Italian Serie A soccer match SSC Napoli vs AC Milan at San Paolo stadium in Naples, Italy, 22 February 2016.  EPA/CIRO FUSCO
 Mynd: EPA  -  ANSA
Ítalski framherjinn Lorenzo Insigne varð fyrir slæmri lífsreynslu um helgina þegar hann var rændur á umferðarljósi í borginni Napoli á Ítalíu þar sem hann leikur knattspyrnu. Insigne er landsliðsmaður Ítalíu og hefur skorað 12 mörk á leiktíðinni með Napoli.

Hann var ásamt fjölskyldu sinni á ferð um Napoli og stöðvaði bíl sinn á umferðarljósi. Skömmu síðar kom grímuklæddur ökumaður á mótorhjóli upp að bílnum vopnaður byssu. Sá grímuklæddi bað Insinge til að afhenda verðmæti og hafði þjófurinn upp úr krafsinu skartgripi ásamt ríflega 100 þúsund krónum í reiðufé.

Um kræfan þjóf var að ræða því hann fór einnig þess á leit við framherjann að hann myndi tileinka sér marki fari svo að hann skori í kvöld gegn Fiorentina í ítölsku deildinni. Ekki er víst að Insigne verði við beiðninni.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður