Framhald verður á sögunni um Harry Potter

Erlent
 · 
Menningarefni
epa03864552 (FILE) A file picture dated 07 July 2009 shows British author J K Rowling appearing on the red carpet at the world premiere of 'Harry Potter and the Half Blood Prince' in Leicester Square, London, Britain. On 12 September 2013,
 Mynd: EPA  -  EPA FILE

Framhald verður á sögunni um Harry Potter

Erlent
 · 
Menningarefni
10.02.2016 - 21:14.Kári Gylfason
Sagan um Harry Potter fær framhald í sumar. Áformað er að leikritið „Harry Potter and the Cursed Child“ verði frumsýnt í London 30. júlí í sumar. Daginn eftir kemur út bók með sama titli. Í tilkynningu á vefsíðunni Pottermore, sem helguð er fréttum af Harry Potter og ævintýrum hans, segir að sagan hefjist þar sem síðusta bók um Harry Potter lauk.

Sjö bækur um ævintýri Harry Potters hafa þegar komið út. Þær hafa selst í meira en 400 milljónum eintaka um allan heim.