Frambjóðandi segir embættið hafa slagkraft

05.03.2016 - 18:10
Heimir Örn Hólmarsson, sem ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, segir að forsetaembættið hafi gríðarlegan slagkraft í samfélaginu og að kosningabarátta sín verði lífleg.

Heimir Örn er kvæntur þriggja barna faðir í Reykjavík, áreiðanleikasérfræðingur hjá Icelandair og er rafmagnstæknifræðingur að mennt og hefur auk þess meistaragráðu í verkefnastjórnun. Hann segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á samfélagsmálum. „Til dæmis langar mig að auka lýðræði. Mig langar að berjast gegn fordómum á Íslandi og vinna að auknu jafnrétti í okkar samfélagi. Hvernig getur þá forsetaembættið beitt sér fyrir þessu? Forsetinn hefur kannski ekki beint völdin til þess að breyta lagastrúktúrnum í kringum einhver svona málefni. En þetta er embætti sem hefur gríðarlegan slagkraft í samfélaginu og fólk hlustar á það sem forsetinn segir. Þú varst í Borgarahreyfingunni, bauðst þig fram 2009, er þetta eitthvað tengt því? Mín afskipti af pólitík eru sáralítil eins og þú segir þá var ég með í Borgarahreyfingunni á sínum tíma. Ég hafði mikinn áhuga á að leiðrétta það sem fór úrskeiðis á þeim tíma í samfélaginu og hef ennþá áhuga á því. Hvernig ætlarðu að haga kosningabaráttunni? Hún verður bara lífleg, ég held að ég verði bara að orða það þannig. Í stuttu máli sagt, lífleg.“
 

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV