Fram með 21 marks sigur á Aftureldingu

14.02.2016 - 16:46
Mynd með færslu
Framknonur þurfa að vinna upp fjögurra marka forskot í Safamýrinni um næstu helgi  Mynd: Jóhannes Ásgeir Eiríksson  -  Facebook-síða Selfoss
Fram fór illa með Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag og vann 21 marks sigur. Lokatölur urðu 11-32 en leikið var í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ.

Fram fór inn í hálfleikinn með 15 marka forystu en heimakonur í Aftureldingu skoruðu aðeins 5 mörk í fyrri hálfleik, 20-5. Yfirburðir Fram héldu áfram í síðari hálfleik.

Markaskor hjá Fram dreifðist nokkuð jafnt en Steinunn Björnsdóttir var atkvæðamest með sex mörk. Hjá Aftureldingu var Hekla Ingunn Daðadóttir með fjögur mörk.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður