Frakkar leiðir á lyklaborðinu

21.01.2016 - 10:10
Mynd með færslu
 Mynd: Amanda Mills, USCDCP  -  http://www.public-domain-image.c
Mynd með færslu
 Mynd: Larousse mensuel illustré, 1911  -  wikicommons
Í hundrað ár hefur stöfunum á ritvélum og lyklaborðum í Frakklandi verið raðað þannig, að línan sem kennd er við QWERTY á þeim borðum sem okkur eru tömust, heitir hjá þeim AZERTY, því þannig er þeim raðað. Nú eru horfur á að þetta breytist.

Á vef BBC segir að franska innanríkisráðuneytið hafi leitað til ráðgjafafyrirtækis um hvernig raða eigi stöfunum og tillagna sé að vænta í sumar. Aðalástæðan er sú að það sé í raun erfitt að skrifa kórrétta frönsku á AZERTY lyklaborði, sérstaklega þegar setja á alla kommur og framburðartákn á rétta stafi og röðunin sé í raun ekki hagstæð fyrir frönsku, of mikið álag sé á vinstri höndina og til að gera punkt og tölustafi þurfi að ýta á skiptilykilinn eða shift-takkann.

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV