Frábær sigur hjá lærisveinum Dags

22.01.2016 - 20:42
epa05105688 Head coach of the German national team Dagur Sigurdsson reacts during the 2016 Men's European Championship handball group C match between Spain and Germany at the Centennial Hall in Wroclaw, Poland, 16 January 2016.  EPA/MACIEJ KULCZYNSKI
 Mynd: EPA  -  PAP
Þjóðverjar undir stjórn Dag Sigurðssonar unnu fyrr í kvöld stórsigur á Ungverjum á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Póllandi, 29-19. Þjóðverjar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og á liðið nú ágæta möguleika á að komast í undanúrslit í mótinu.

Þjóðverjar skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og leiddu með átta mörkum í hálfleik 17-9. Fabian Wiede skoraði sex mörk fyrir Þjóðverja sem bættu um betur í seinni hálfleik og unnu að lokum 10 marka sigur.

Þýskaland er með fjögur stig í milliriðili 2. Danir og Spánverjar eru einnig með fjögur stig en eiga leik til góða.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður