Fósturlandsins Freyja í ýmsum myndum

Bók frá 1796 með mynd af tónskáldinu Johanni Abraham Peter Schulz. Undir myndinni stendur að hann sé hirðtónskáld Danakonungs.
 Mynd: F. Jügel.  -  Wikimedia Commons.
Í 7. þætti þáttaraðarinnar „Hin einu sönnu Fjárlög“, fim. 17. feb. kl. 14.03, verður rætt við Trausta Jónsson veðurfræðing sem þekkir Fjárlögin vel. Hann á sér ýmis uppáhaldslög í safninu, til dæmis hefur hann gaman af laginu „Flýjum ekki“ sem Jón Friðfinnsson samdi við ljóð Matthíasar Jochumssonar.

 

Ljóðið var ort í þeim tilgangi að ráða Íslendingum frá því að flytjast til Vesturheims og það þykir nokkuð sérkennilegt að Jón Friðfinnsson skyldi semja lag við ljóðið því hann var sjálfur Vestur-Íslendingur. Þýska tónskáldið Johann Abraham Peter Schulz kemur líka mikið við sögu í þættinum, en hann samdi lögin „Nú blika við sólarlag“ og „Fósturlandsins Freyja“. Síðarnefnda lagið verður flutt í útsetningu eftir Hjört Ingva Jóhannsson frá 2011. Einnig verður flutt lag Jónasar Helgasonar við ljóðið, en það er upprunalegra en lag Schulz. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

 

Mynd: Bók frá 1796 með mynd af Schulz, höfundi lagsins "Fósturlandsins Freyja". Undir myndinni stendur að hann sé hirðtónskáld Danakonungs.

 

Una Margrét Jónsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Hin einu sönnu Fjárlög