Forsetinn og ímyndin

03.02.2016 - 11:19
Guðmundur Oddur Magnússon – Goddur – fjallar um hvað þarf til til að verða forseti Íslands.

Ímynd forseta Íslands er fyrst og fremst táknmynd – eins og helgimynd eða íkon. Þegar þjóðin kýs sér nýjan forseta skiptir ímyndin öllu máli. Í samtíma okkar ráða myndmiðlar mestu. Þar fljúga ímyndir. Við þurfum ekki einu sinni að hugsa. 

Sumar þessara mynda fara að birtast svo oft að þær verða að táknmyndum eða íkonum á himnahvela hugsana okkar. Þær ná til undirmeðvitundarinnar án þess að við fáum rönd við reist. Þessar ímyndir vekja tilfinningaviðbrögð, jákvæð eða neikvæð.

Þetta er alls ekki nýtt fyrirbæri. Ímyndir hafa fylgt okkur alla tíð. Af öllum valdamönnum, andlegum og veraldlegum gera listamenn einhvers konar helgimyndir. Jón Sigurðsson er gott dæmi. Hans ímynd varð fyrsta fjöldaframleidda sameiningartáknið. Vigdís Finnbogadóttir varð helgimynd.

Áður en Ólafur Ragnar var fyrst kosinn forseti var snilldarlegri ljósmynd dreift af honum og Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur þar sem Guðrúnu Katrínu er sett fram fyrir hann. Margir telja að sú mynd hafi gert hann að forseta.

Það eru tilfinningastaðreyndir byggðar á ímyndun sem ráða kjöri á forseta Íslands. 

 

Mynd með færslu
Bergsteinn Sigurðsson
dagskrárgerðarmaður
Kastljós
Menningin