Forkosningar hafnar í Iowa

02.02.2016 - 01:29
epa05137901 A group of nurses arrive at campaign headquarters of Democratic presidential candidate Bernie Sanders to volunteer in the final day before the caucus in Des Moines, Iowa, USA, 31 January 2016. The Iowa Caucus will be held 1 February 2016 and
Hópur hjúkrunarfræðinga mætti til Des Moines til að styðja við bakið á Bernie Sanders á síðasta degi forkosningabaráttunnar í Iowa.  Mynd: EPA
Fyrstu forkosningar demókrata og repúblikana vegna forsetakosninganna í haust hófust í Iowa-ríki fyrir stundu. Einungis skráðir félagar geta tekið þátt í forkosningum hvors flokks um sig, þar sem kosið er á milli þeirra sem vilja verða frambjóðendur síns flokks í forsetakosningunum í haust. Hægt er að skrá sig í flokkinn á staðnum og kjósa í framhaldinu, að því gefnu að viðkomandi verði orðinn átján ára á kjördag, þann 8. nóvember.

Forkosningarnar fara fram í hinum fjölbreytilegustu húsakynnum, svo sem kirkjum, safnaðarheimilum, skólum og bókasöfnum. 12 repúblikanar bítast um að verða forsetaefni flokksins, en aðeins þrír demókratar. Donald Trump hefur enn afgerandi forskot á aðra repúblikana, næstur honum kemur öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz, sem er í hægri armi flokksins. Hillary Clinton og Bernie Sanders bítast um sigurinn í forkosningu Demókrata í Iowa. Lítill munur hefur mælst á fylgi þeirra í ríkinu upp á síðkastið. Búist er við að úrslit liggi fyrir seint á fjórða tímanum í nótt, að íslenskum tíma.

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir