Flytja bæði fólk og fisk

15.02.2016 - 09:23
Áætlanaferðir Sæfara skipta Grímseyinga höfuðmáli enda siglir ferjan ekki aðeins með farþega heldur líka vörur sem og allan þann fisk sem Grímseyingar veiða. "Ferjan er bara lífæðin okkar, hún er þjóðvegurinn okkar," segir Anna María Sigvaldadóttir afgreiðslustjóri Sæfara í Grímsey sem sér um að ferma og afferma skipið þegar það stoppar í eynni.

Landinn fékk sér far með Sæfara út í Grímsey. 

Þáttinn í heild er hægt að sjá hér. Landinn er einnig á Facebook sem og á YouTube og Instagram: #ruvlandinn.

 

Mynd með færslu
Þórgunnur Oddsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Landinn