Flugeld skotið inn í skóla

24.01.2016 - 06:34
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Rúða var brotin og flugeld skotið inn í Flataskóla í Garðabæ um hálf eitt í nótt. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi bíl á vettvang og tók skamma stund að reykræsta að sögn varðstjóra. Minniháttar skemmdir urðu innanhúss. Ekki er vitað hver var að verki.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV