Flóttamenn gata girðingu Ungverja

21.02.2016 - 05:54
epa04957460 Hungarian Defence Minister Istvan Simicsko (2-L) and Chief of Staff of the Hungarian Defence Forces Colonel-general Tibor Benko (L) are inspect the temporary fence installed at the border between Hungary and Croatia near Zakany, Hungary, 30
Gaddavírsgirðing á landamærum Ungverjalands og Króatíu.  Mynd: EPA  -  MTI
Flóttamenn koma nú í auknum mæli til Ungverjalands eftir að hafa tekist að gera göt á gaddavírsgirðingar við landamærin að Serbíu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir lögreglu í Ungverjalandi.

Lögregla náði 550 flóttamönnum sem höfðu farið í gegnum girðinguna í janúar, meira en tvöfalt fleiri en í desember. Það sem af er þessum mánuði er lögregla búin að hafa hendur í hári yfir 1.200 flóttamanna sem hafa nýtt sér göt á girðingunni. Það eru fleiri en á sama tíma í fyrra.

Það olli miklu fjaðrafoki þegar Ungverjar ákváðu að setja upp gaddavírsgirðinguna í september. Síðan þá hafa hins vegar aðrar þjóðir tekið upp á því að herða landamæravörslu. 

Flestir flóttamannanna sem koma til Ungverjalands eru á leiðinni lengra norður. Þaðan fara þeir til Austurríkis og áfram til Þýskalands og Norðurlandanna.

Ef flóttamenn nást í Ungverjalandi bíður þeirra kæra eða brottvísun úr landi.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV