Flóttafólki á Eyjahafi verður snúið til baka

11.02.2016 - 22:29
epa01140455 The German Navy ship, Spessart , makes its way as part of a convoy of five NATO warships from Netherlands, the US, Canada and Denmark, through the Suez Canal from the Red Sea, 06 October 2007 to take part in war exercises in the Mediterranean
 Mynd: EPA
epa05057071 Migrants, who came from Turkey, make landfall from their overloaded rubber dinghy as they arrive at the coast near Mytilene, Lesbos island, Greece, 06 December 2015. France and Germany are calling for the deployment of EU border agents to
Sýrlenskt flóttafólk stígur á land á Lesbos eftir siglingu frá Tyrklandi á yfirfullum gúmbát.  Mynd: EPA  -  MTI
epa04889888 A Pakistani refugee swims towards a beach as others are seen on a dinghy whose engine broke down near the shore of the Greek island of Kos after crossing the sea borders with Turkey, Greece, 20 August 2015. The Greek island is struggling with
Pakistanskur flóttamaður stingur sér til sunds við grísku eyjuna Kos. Myndin er tekin 2015.  Mynd: EPA  -  ANA-MPA
epa05063074 Members of Turkish Coastal Guard ship UMUT capture Syrian migrants on a boat after they attempted to reach Greek Island Chios at the Agean Sea in Cesme district near Izmir, coastal city of Turkey, early 10 December 2015. The migrants, mostly
 Mynd: EPA
Atlantshafsbandalagið ætlar að senda þrjú herskip ásamt flugvélum til Eyjahafs til aðstoðar við eftirlit með smygli á flóttafólki til Evrópu. Flóttafólki verður snúið aftur til Tyrklands.

Þetta var samþykkt á fundi varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna í dag. Skipin halda til Eyjahafs innan næsta sólarhrings. Að sögn AP fréttastofunnar íhuga grísk stjórnvöld líka að senda til baka þá flóttamenn sem koma að ströndum Grikklands.

Á sama tíma bíða tugþúsundir sýrlenskra flóttamanna við landamæri Sýrlands og Tyrklands, sem eru lokuð. Tyrklandsforseti hótar að senda milljónir flóttamanna til Evrópu berist Tyrkjum ekki það fé sem Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafi heitið þeim vegna flóttamannavandans. Tyrkland hafi varið 10 milljörðum dollara til málefna flóttamanna, en Sameinuðu þjóðirnar hafi einungis útvegar 454 milljónir dollara.

NATO taki beinan þátt í stríðinu gegn ISIS

Ekki sér fyrir endann á átökunum í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Ashton Carter, segir að til greina komi að NATO taki beinan þátt í stríðinu gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og Írak.

Þá eru hugmyndir uppi um að Arabaríkin blandi sér í styrjöldina undir handleiðslu Bandaríkjahers. Forsætisráðherra Rússa varar við slíkum hugmyndum og segir að þátttaka Arabaríkjanna gæti orðið kveikjan að nýrri heimsstyrjöld. Áherslan nú ætti að vera á að koma deiluaðilum að samningaborðinu.