Flóðbylgjuviðvörun aflétt

27.08.2012 - 08:22
Mynd með færslu
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa aflétt flóðbylgjuviðvörun fyrir Mið-Ameríku og Mexikó. Hún var gefin út eftir jarðskjálfta, 7,3 að stærð. Upptök hans voru á um 54 kílómetra dýpi undir hafsbotni um 111 kílómetra suður af borginni Puerto El Triunfo í El Salvador.