Fleiri Íslandsmet í frjálsum

19.03.2017 - 12:36
Mynd með færslu
Kolbeinn Höður Gunnarsson náði besta tíma Íslendings í 200 metra hlaupi í ár. Það kom honum þó ekki upp úr undanrásum í Tallinn.  Mynd:  -  Gunnlaugur Júlíusson
Kolbeinn Höður Gunnarsson, spretthlaupari frá Akureyri, fylgdi eftir framgangi Vigdísar Jónsdóttur í sleggjukastinu í gær er hann hljóp 200 metra sprett á nýju Íslandsmeti í karlaflokki.

Kolbeinn hljóp metrana 200 á 20,96 sekúndum og bætti hann þar með 21 árs gamalt met Jóns Arnars Magnússonar sem var 21,17 sekúndur.  Kolbeinn sem er 22 ára gamall er fyrsti Íslendingurinn til að ná að hlaupa 200 metra hlaup undir 21 sekúndu.

Það sem gerir þetta met enn merkilegra er sú staðreynd að einungis 90 mínútum fyrir hlaupið þá hljóp Kolbeinn 100 metra hlaup undir nýju Íslandsmeti Ara Braga Kárasonar en vegna of mikils meðvinds var hlaupið dæmt ógilt.  Vindur í bak keppenda mældis 3,1 m/s en hann má að hámarki vera 1,1 m/s.

Gunnar Birgisson
íþróttafréttamaður