Flaug frá Íslandi með hvalbein í farangrinum

14.02.2016 - 12:36
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons  -  RÚV
Tollverðir á Thurgood Marshall-flugvellinum í Baltimore ráku upp stór augu síðastliðinn sunnudag þegar þeir fundu hvalbein í farangri farþega sem kom frá Íslandi. Tollverðir gerðu beinin upptæk og sendu þau til rannsóknar þar sem ólöglegt er að flytja bein ákveðinna tegunda hvala milli landa.

Greint er frá þessu í nokkrum miðlum vestanhafs. Beinin voru send til rannsóknar hjá U.SFish and Wildlife Service. Reynist beinin úr hvalategund sem ekki er í útrýmingarhættu fær farþeginn þau aftur samkvæmt frétt Baltimore Sun.

Nafns eða þjóðernis farþegans er ekki getið í tilkynningu tollyfirvalda en hann greindi sjálfur frá því að um hvalbein væri að ræða.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV