Fjórtán fórust í rútuslysi á Spáni

20.03.2016 - 12:21
epa05222051 Emergency services' members work at the site of a coach crash that has left at least 14 students dead at the AP-7 motorway in Freginals, in the province of Tarragona, northeastern Spain, 20 March 2016. The coach carrying dozens of Erasmus
Frá slysstað á Spáni.  Mynd: EPA  -  EFE
Að minnsta kosti fjórtán létust í rútuslysi á Spáni í morgun, yfir 40 slösuðust. Í rútunni voru 57 farþegar, flestir Erasmus stúdentar sem höfðu verið á hátíð í Valencia og voru á leið aftur til Barselóna.

Að sögn fréttastofunnar AFP varð slysið um fimm leytið í morgun nærri bænum Freginals, um 150 kílómetra suður af Barselóna. Rútunni hafi verið ekið á vegrið og ökumaður þá sveigt í hina áttina, rekist á fólksbifreið sem kom á móti og oltið. Á fréttavef danska útvarpsins DR segir að meðal þeirra sem létust hafi verið námsmenn frá Sviss, Noregi, Englandi, Tyrklandi, Úkraínu og Spáni.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV