Fjórir sækjast eftir forsetaembætti í Íran

19.05.2017 - 08:47
Erlent · Asía · Íran
Forsetakosningar eru í Íran í dag. Hassan Rouhani, sitjandi forseti, er í framboði gegn klerkinum Ebrahim Raisi og þremur öðrum. Rouhani forseti leggur áherslu á að auka samskipti Írans við umheiminn og bæta samskipti við önnur ríki. Rasisi, helsti keppinautur forsetans og náinn samherji Khameneis erkiklerks, kallar sig verjanda hinna fátæku og boðar herta stefnu gagnvart Vesturlöndum.

Yfir 54 milljónir eru á kjörskrá. Kjörstaðirnir eru 63.500. Kjörfundi lýkur klukkan hálf tvö í dag að íslenskum tíma.

Fari svo að enginn frambjóðendanna fái fimmtíu prósent atkvæða í dag verður kosið milli tveggja hinna efstu í næstu viku. Allir sitjandi forsetar hafa verið endurkjörnir í Íran frá árinu 1985.

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV