Fjórða hver kona í S-Evrópu eignast ekki barn

11.01.2017 - 21:43
Mynd með færslu
Allt að fjórða hver kona í Suður-Evrópu, sem fædd er á áttunda áratugnum, mun ekki eignast barn á ævi sinni. Ástæðan er mikið atvinnuleysi, lítill stuðningur hins opinbera við barnafjölskyldur og viðvarandi kynjamisrétti þegar kemur að heimilisstörfum og umönnun barna.

Þetta er fullyrt í skýrslu franskrar stofnunar um fólksfjöldarannsóknir. Í skýrslunni kemur fram að sífellt fleiri konur í Evrópu eignist ekki börn, sérstaklega í suðurhluta álfunnar, í löndum eins og Ítalíu, Grikklandi og Spáni. Fæðingartíðni telst lág í Evrópu. Að meðaltali eignast hve kona 1,7 börn. 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV