Fjör í Tennishöll Kópavogs

04.03.2013 - 20:08
Mynd með færslu
Alþjóðlegi tennisdagurinn var haldinn í dag en markmiðið með deginum er að koma tennis á framfæri og auka þátttöku ungra tennisspilara út um allan heim.

Mikið var um að vera í Tennishöllinni í Kópavogi í tilefni dagsins en þar var hópur nemenda úr Klettaskóla í Reykjavík í boði Tennissambands Íslands ásamt ungu landsliðsfólki á vegum sambandsins sem sýndu íþrótt sína, leiðbeindu og tóku þátt í æfingum og leikjum með nemendum Klettaskóla. Luigi Bartolozzi, tenniskennari og starfsmaður Klettaskóla, stýrði dagskránni sem þótti takast vel og lauk góðum degi með því að allir fengu pítsur og gos.