Fjölmiðlafundi Manchester United aflýst

23.05.2017 - 11:04
epa05974185 Manchester United manager Jose Mourinho attends a training session held at Aon training Complex in Manchester, Britain, 19 May 2017. Manchester United play Ajax Amsterdam in the UEFA Europa League Final soccer match on 24 May 2017 at Friends
 Mynd: EPA
Fjölmiðlafundi Manchester United fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar hefur verið aflýst vegna hryðjuverksins í Manchester í gærkvöld.

Liðsmenn United minntust fórnarlamba sprengjuárásarinnar í Manchester Arena með einnar mínútu þögn á æfingu í dag en 22 létust og yfir 50 manns særðust í sprengingunni.

Manchester United og Ajax eigast við í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Stokkhólmi annað kvöld en sigurliðið tryggir sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. 

UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur staðfest að leikurinn fari fram annað kvöld.

Mynd með færslu
Haukur Harðarson
íþróttafréttamaður