Fjölgaði í vinnuafli um 7.700 manns

24.02.2016 - 14:27
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Atvinnuleysi mældist 2,8 prósent hér á landi í janúar, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Að jafnaði voru 192.500 manns á aldrinum 16 til 74 ára á vinnumarkaði í janúar. Þar af hafi 5.400 verið án vinnu og í atvinnuleit.

Hagstofan segir að samanburður mælinga í janúar 2015 og 2016 sýni að það hafi fjölgað í vinnuaflinu um 7.700 manns, atvinnuþátttakan hafi því aukist um 1,6 prósentustig. Fjöldi starfandi hafi aukist um 10.400 og atvinnulausum hafi fækkað um 2.600. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV