Fjöldi sprengjuhótana í Moskvu í dag

13.09.2017 - 16:58
Mynd með færslu
GUM verslunarmiðstöðin við Rauða torgið er meðal bygginga sem voru rýmdar í Moskvu.  Mynd: CC0  -  Pixabay
Yfir fimmtán þúsund manns þurftu að forða sér út úr verslunarmiðstöðvum, háskólum og járnbrautarstöðvum í Moskvu í dag vegna sprengjuhótana. TASS fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að yfir þrjátíu byggingar í borginni hafi verið rýmdar vegna hótananna. Meðal verslunarmiðstöðva sem voru rýmdar er hið víðkunna GUM verslunarhús við Rauða torgið.

Síðustu tvo daga hefur yfirvöldum borist fjöldi sprengjuhótana í borgum víðs vegar um Rússland. Engar sprengjur hafa fundist til þessa. Að sögn talsmanns rússnesku ríkisstjórnarinnar hefur leyniþjónustu landsins verið falið að finna hverjir standi að baki hótununum.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV