Fjöldamorð í Kansas

26.02.2016 - 06:14
Police guard the front door of Excel Industries in Hesston, Kan., Thursday, Feb. 25, 2016, where a gunman killed an undetermined number of people and injured many more. (Fernando Salazar/The Wichita Eagle via AP)
Frá vettvangi við Excel-sláttuvélaverksmiðjuna í Hesston í Kansas  Mynd: AP  -  The Wichita Eagle/ Kansas.com
Fjórir létust og minnst 14 særðust þegar starfsmaður hóf skothríð á vinnustað sínum, lítlilli sláttuvélaverksmiðju í smábæ í Kansas síðdegis í gær. Þrír hinna særðu eru í lífshættu, en byssumaðurinn er á meðal hinna látnu. Hann var skotinn af lögreglu. Fjölmiðlar í Kansas greina frá því að morðinginn hafi birt myndir af sér á Facebook í aðdraganda árásarinnar, þar sem hann var vopnaður hríðskotariffli.

Haft er eftir sjónarvottum að hann hafi verið vopnaður bæði AK-47 hríðskotariffli og sjálfvirkri skammbyssu og hafið skothríðina nokkru áður en hann kom að verksmiðjunni og sært tvo vegfarendur. Síðan skaut hann konu á bílastæðinu við verksmiðjuna áður en hann gekk inn á vinnustað sinn og tók að skjóta í allar áttir.