Fjárveitingum beint til skóla á landsbyggðinni

20.02.2016 - 13:46
Mynd með færslu
Eiginkona forsætisráðherra upplýsti á Facebook að hún ætti félag í Bretlandi sem notað væri til að halda utan um arf hennar.  Mynd: RÚV
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gerir ráð fyrir að fjárveitingum verði í auknum mæli beint til skóla á landsbyggðinni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Sigmundar. Þar segir að ákvörðun Háskóla Íslands um að leggja af nám á Laugarvatni, kunni að „gera út af við hugmyndir um sameiningar eða samstarf HÍ við menntastofnanir á landsbyggðinni. Þetta mun væntanlega kalla á að fjárveitingum verði í auknum mæli beint til skóla á landsbyggðinni á þeirra eigin forsendum.“

Háskólaráð HÍ ákvað á fimmtudag að flytja námsbraut í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur.  Í samþykkt sinni segir Háskólaráð námið sé flutt vegna fækkunar nemenda. Helsta ástæða fækkunarinnar sé sú að nemendur vilji síður sækja námið til Laugarvatns.

Það er hætt við því að ákvörðun HÍ um að leggja af nám á Laugarvatni muni gera út af við hugmyndir um sameinginar eða...

Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, February 20, 2016

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV  -  Skjáskot
Stefnuskrá ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var kynnt á blaðamannafundi í héraðsskólanum á Laugarvatni.