Fjarðabyggð í úrslit í Útsvari

19.05.2017 - 21:52
Mynd með færslu
 Mynd: Gunnar Baldursson  -  RÚV
Fjarðabyggð fagnaði sigri gegn Grindavík í undanúrslitakeppni Útsvars í kvöld. Fjarðabyggð hlaut 63 stig en Grindavík 39. Þar með er lið Fjarðarbyggðar komið í úrslit og mætir þar með liði Akraness sem bar sigur úr býtum gegn Hafnarfirði þann 5. maí. 

Í liði Fjarðarbyggðar voru þau Davíð Þór Jónsson, Heiða Dögg Liljudóttir og Hákon Ásgrímsson. Fulltrúar Grindvíkinga voru Agnar Steinarsson, Andrea Ævarsdóttir og Eggert Sólberg Jónsson.

Útsvar