Fínt skor hjá Þorsteini sem er þó úr leik

13.09.2017 - 09:59
Mynd með færslu
 Mynd:  -  ÍF-Sport
Þorsteinn Halldórsson hefur lokið keppni í heimsmeistaramóti fatlaðra í bogfimi í Peking í Kína. Þorsteinn komst í 1. umferð útsláttarkeppninnar en mótherji hans þar var reyndur kappi frá Hong Kong.

Í útsláttarkeppninni eru þrjár lotur þar sem menn skjóta fimm örvum í hverri lotu. Eftir fyrstu tvær loturnar voru þeir jafnir, en á þriðju lotunni gerði Þorsteinn mistök sem kostuðu hann það mörg stig að hann varð að sætta sig við tap.

Þorsteinn er þó úr leik, en í tilkynningu frá Íþróttasambandi fatlaðra kemur fram að frammistaða Þorsteins hafi verið betri á HM í Peking, en á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í Brasilíu í fyrra.

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður