Finnsk kona sloppin frá mannræningjum

14.09.2017 - 10:22
A boy rides a bicycle near the gate of a foreign guesthouse in Kabul, Afghanistan, Sunday, May 21, 2017. An Afghan official says that a German woman along her Afghan security guard have been killed in the capital Kabul. Najib Danish, deputy spokesman for
Gistiheimili sænsku góðgerðasamtakanna Operation Mercy í Kabúl, þaðan sem finnsku konunni var rænt.  Mynd: AP
Finnsk kona, sem rænt var í Kabúl í Afganistan 20. maí síðastliðinn, er frjáls ferða sinna á ný. Utanríkisráðuneytið í Helsinki greindi frá því á Twitter í dag. Konan var á gistiheimili í miðborg Kabúl þegar mannræningjar réðust þar inn. Þeir skutu þýskan hjálparstarfsmann og afganskan vörð til bana og höfðu konuna á brott með sér. Enn hefur ekkert verið upplýst um hvaða menn voru að verki. Talið var að þeir hefðu rænt henni til að krefjast lausnargjalds.

Að sögn finnska utanríkisráðuneytisins er konan heil á húfi. 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV