Fimm stórmeistarar jafnir í Hörpu

12.03.2016 - 15:09
Mynd með færslu
Björn Þorfinnsson íbygginn á svip, enda mikið undir.  Mynd: SÍ  -  Skáksamband Íslands
Fimm stórmeistarar frá fimm löndum eru efstir og jafnir með 4½ vinning á Reykjavíkurskákmótinu sem nú stendur yfir í Hörpu. Það eru þeir Ivan Cheparinov (Búlgaríu), Gawain Jones (Englandi), Abhijeet Gupta (Indlandi), Sergei Movsesian (Armeníu) og Richard Rapport (Ungverjalandi). Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson er efstur Íslendinga en hann hefur 4 vinninga.

Dagurinn var tekinn snemma í dag en sjötta umferð hófst í dag kl. 12 í Hörpu. Bragi teflir við ítalska stórmeistarann Sabino Brunello (2567) í dag. Meðal annarra viðureign má nefna að Hjörvar Steinn Grétarsson (2572) og Björn Þorfinnsson (2410) tefla saman.

 

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður