Fimm féllu í skotárás í Washington-ríki

27.02.2016 - 05:47
Mason County Sheriff's Chief Criminal Deputies Russ Osterhout, left, and Ryan Spurling, right, stand on a road near the scene of a fatal shooting Friday, Feb. 26, 2016, near Belfair, Wash.  A gunman who killed four people in rural Washington state
Frá vettvangi  Mynd: AP
Karlmaður í Mason-sýslu í Washingtonríki skaut í gær fjórar manneskjur til bana, þar á meðal tvö börn, og banaði að lokum sjálfum sér eftir þriggja tíma umsátur lögreglu, sem hann hringdi sjálfur í. Þriðja barnið, 12 ára gömul stúlka, mun hafa komist lífs af. Fjölmiðlar vestra herma að maðurinn hafi skotið konu sína, tvö börn og eina manneskju til viðbótar, sem ekki hefur verið nafngreind.

Fjölskyldan bjó á búgarði skammt utan við smábæinn Belfair í Mason-sýslu, en þar er giska strjálbýlt.

Morðinginn mun hafa hringt beint í lögreglumann sem hann þekkti persónulega og greint honum frá voðaverki sínu. Lögregla og sérsveit fóru á staðinn og eftir um þriggja stunda umsátur og tilraunir til samningaviðræðna kom byssumaðurinn út úr einu af mörgum útihúsum búgarðsins með byssuna á lofti og skaut sig fyrir augunum á lögreglunni. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir