FH fjarlægist fallsvæðið

19.02.2016 - 22:16
Mynd með færslu
Magnús Óli Magnússon leikur með Ricoh  Mynd: FH
FH vann mikilvægan sigur á Akureyri í Olís-deild karla, 26-21, í Kaplakrika í kvöld. Akureyringar hófu leikinn betur en FH leiddi þó í hálfleik, 13-11. Í síðari hálfleik gengu heimamenn á lagið og lönduðu mikilvægum sigri. Með sigrinum fjarlægjast FH-ingar fallsvæðið í deildinni og eru sex stigum fyrir ofan ÍR.

Ágúst Elí Björgvinsson var magnaður í marki FH og varði 26 skot. Ásbjörn Friðriksson átti einnig góðan leik á fjölum Kaplakrika í kvöld og skoraði 8 mörk. Bergvin Þór Gíslason skoraði 5 mörk fyrir Akureyri og var atkvæðamestur.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður