Ferðaþjónustan: „Við viljum vinna með ASÍ“

26.02.2016 - 17:48
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ferðaþjónustan vill vinna með verkalýðshreyfingunni að því að uppræta brotastarfsemi ferðaþjónustufyrirtækja. Þetta segir Skapti Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir vandann innan greinarinnar alvarlegri en samtökin vilja vera láta.

„Við viljum klárlega eiga samtal við verkalýðshreyfinguna um þessi mál. Við viðurkennum aldrei þegar það er verið að brjóta á starfsfólki,“

þetta segir Skapti Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. Halldór Grönvold telur brotalamir hjá ferðaþjónustufyrirtækjum umfangsmeiri en ferðaþjónustufyrirtæki vilja gefa í skyn.

„Við erum að tala um brot á starfsmönnum, svarta atvinnustarfsemi og kennitöluflakk. Það er mikilvægt að við horfumst í augu við vandann og tökum á honum.“

Spegillinn hefur undanfarið fjallað um ferðaþjónustufyrirtæki sem brjóta á erlendu starfsfólki. Halldór og Skapti ræða stöðuna og framtíðina í þætti dagsins.

Hér má hlýða á viðtalið.